Skáldskapur
Enn ófundinn (2024) – smásaga, birtist í Stelk, smásagnavefriti
Sara og Dagný og ég (2023) – smásögubók
Sara og Dagný og ég (2021) – smásaga, birtist í Tímariti Máls og menningar
Verslunarmannahelgin (2020) – smásaga, birtist á Lestrarklefinn.is
Sjáðu! (2019) – smásaga, birtist í Skandala, menningartímariti
Nornir (2018) – smásaga, birtist í Stínu, bókmenntatímariti
Ljóð
Hljóðin (2024) – birtist í Són, ljóðatímariti
Ég get ekki sofið fyrir ævintýrunum (2022) – birtist í Són, ljóðatímariti
Hún trúir ekki á Gunnlöði (2022) – ljóðabálkur. Titilljóðið birtist í Frumburði, ljóðasafni bókmenntafræðinema
Ástarhljóð (2022) – lag eftir Jose Andervel, unnið úr ljóðinu Þetta er Ljós (úr Herbergi)
Sokkar (2018) – birtist á Starafugl.is
Þrjú ljóð (2017) – birtust í Stínu, bókmenntatímariti
Herbergi (2017)
Lálíf (2016)

„Það er sumar í loftinu. Himininn var svo fallegur í gær að þú myndir ekki trúa því. Skýin voru dökkblá en bleiksprengd. Ég gæti reynt að lýsa því, en ég er víst enginn rithöfundur.
Það er svo skrítið að það verður varla dimmt lengur. Maður þarf að bíða til miðnættis þar til það fer að húma. En það verður aldrei almyrkvað. Næturnar eru á bak og burt.“
– Að trúa á örlög
Sumar sögurnar lýsa baráttu ungs fólks við fíkn en allar sögurnar eiga það sameiginlegt að frásagnarmátinn er beinskeyttur og blátt áfram, engar málalengingar eða heimspekilegar hugleiðingar, höfundur einsetur sér að sýna eins og myndavél fremur en að segja frá, og því síður að predika.
– Ágúst Borgþór Sverrisson
„Ég er stödd í strætó og stór og mikil svört kona horfir á mig eins og ég sé dóttir hennar. Hún er bæði áhyggjufull og vonsvikin á svipinn. Ljósin í strætónum flökta – perurnar eru að deyja. Ég reyni að virðast eðlileg, en vofan í rúðunni á vagninum kemur upp um mig. Hún er föl í framan og það eru baugar undir augunum.“
– Sara og Dagný og ég
